6.9.2007 | 12:00
Þróun undirfata í Bandaríkjunum
Mig dreymdi að maður væri að skera upp annan mann á framtíðarhóteli/fyrirtæki í seinustu viku en fyrir utan það hef ég ekki fengið neinar martraðir. Ég segi þetta vegna þess að martraðir og svefntruflanir eru aukaverkanir malaríupillanna sem við fengum lyfseðil fyrir. Við ákváðum að prófa þessar pillar en hægt var að fá annað lyf, sem væri með nánast engar aukaverkanir, en það er þrefalt dýrari. Þetta á að vera "budget" ferð (sama hvað aðrar bloggsíður halda fram) og því förum við ekki að taka einhver 25 þúsund kr. lyf (þegar búnir að borga slatta fyrir sprauturnar).

Annars var ég að setja inn ferðaáætlunina okkar þannig að fólk getur fylgst nokkurn veginn með hvar við erum staddir í heiminum. Við erum svo búnir að bóka 4 stjörnu hótel í Brasilíu en það verður bara fyrstu tvo dagana (áður en við finnum eitthvað Hostel). Að auki kostar nóttin kr. 2400. Við munum að öllum líkindum fá gistingu í LA og spurði konan sem mun hýsa okkur hvort við vildum skoða Frederick´s Hollywood Lingerie Musueum sem mér fannst nokkuð forvitnilegt. Læt ykkur hvernig það fer.
Athugasemdir
Hæ Tommi! Við skulum sko fara á æskuslóðirnar og taka mynd af okkur fyrir utan húsið þitt!
Annars góða skemmtun í heimsreisunni, þetta á eftir að vera MEGA! :D
Þóra (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.