Thad er astaeda fyrir tvi ad tad er bannad ad reykja gras og styra bat a sama tima!!!

    Jaejaejaejaejaejaejae tetta er nu buin ad vera meiri gedveikin hja okkur drengjunum ! A fostudaginn hofdum vid tad nadugt heima hja Re-Nato, trifum tad sem ad eftir var ad tvo og fleira smotteri. Vid attum nefnilega mida til Rio um kvoldin, nanar tillekid 19.45. Tegar ad klukkan slo 7 um kvoldid var allt klart og thrir ungir sveinar bidu tess eins ad ReNato kaemi heim til ad fylgja teim a rutustodina. Ekki turftu sveinarnir ad bida lengi tvi ad rett rumlega 7 kom kappinnn heim og drifum vid okkur af stad tar sem ad von var a sma umferd og vildum vid vera maettir timanlega. En ja tessi sma umferd sem ad ReNato hafdi talad um reyndist vera ein mesta umferdarteppa sem ad myndast hefur i Curitipa sidan McDonalds-teppan fraega 1989 (en ta opnadi McDonalds veitingastad i midborginni og akadu allir i borginni ad fa ser hamborgara a opnunardaginn). Eftir 45 min i umferd var ordid nokkud ljost ad vid turftum ad treysta a gud og lukkuna ef ad vid aettum ad na tessari rutu og viti menn tegar ad a rutustodina kom hlupum vid af stad med bakpokana i trilltum pokadansi bara til ad vakna upp vid tann vonda draum ad rutan var tegar farin. Tad voru 3 nidurlutir drengir sem ad donsudu ut af rutustodinni i Curitipa tetta kalda vorkvold. Ekki var to oll nott uti og settist ReNato inn i Citroen bifreid sina sannfaerdur um tad ad hann gaeti nad rutunni adur en hun vaeri kominn langleidina til Rio. Hofst nu mikill eltingarleikur vid rutunna godu sem ad endadi ekki fyrr en 3 klst. sidar med tvi ad vid nadum rutunni i sjoppu 210 km fyrir utan Curitipa. Tad voru mjog svo takklatir sveinar sem ad kvoddu kappaksturkappann og odlinginn ReNato tarna med tokkum. Komum vid okkur nu fyrir i almyrkri rutunni og logdumst til hvilu.

    Stuttu seinna (10 klst.) voknudu sveinarnir 3 vid tad ad rutan stodvadist a rutustodinni i Rio. Var pokadansinn nu stiginn af krafti enda turfti ad na annari rutu med hradi til Angra dos Reis en tadan fer einmitt ferja til Ihla Grande sem ad var afangastadur okkar tennan daginn. Allt gekk tad eins og i sogu eftir 2 tima rutuferd vorum vid komnir i ferjuna. Eitthvad var ferjan lot vid ad taka af stad og bidum vid i 2 tima eftir ad ferjan for af stad, en ekki turfti okkur ad leidast bidin frekar en fyrri daginn tar sem ad gridarlega vandraedalega skapad par hafdi hlammad ser i nagrenni okkar. Vorum vid sammala um tad ad konan gaefi af ser einkar slaeman tokka og vaeri med teim ljotari sem ad vid hofum augum litid sem ad fellur inn i flokk C. (ljotar konur sem ad eru ekki tjakadar af faedingargollum eins og vortum/skeggvexti eda odrum afgerandi litum ) auk tess sem ad hun flaggadi einum svifirdilegasta plummer sem ad eg hef augum litid, ekki var karlmadurinn mikid skarri ef ad karlmann skal kalla tvi ad hann er kyni sinu hreynlega til skammar. Eg meina tad hver horfir i spegilinn a morgnanna og hugsar ¨eg er 160 kg en djofull er eg heitur i tessum netabol¨.

    En nog af rakki i bili, eftir komuna til Ihle Grande tok vid mikill barningur tar sem ad hotel hustlerar redust ad manni ur ollum attum. Eftir ad hafa skodad nokkra gististadi komumst vid ad samkomulagi um hostel i utjardri baejarins. Um kvoldid tok svo vid grillveisla a hostelinu sem ad endadi i sma skralli tar sem ad madur kynntist helling af skemmtilegu folki t.d. kynntist eg bandariskum naunga sem ad var ad ferdast til ad fagna tvi ad hann komst lifandi fra Irak. Morguninn eftrir voru G-Man og Gils sma tunnir eftir atok kvoldsins sem ad a undan for, eg kom mer fyrir i hengirumi vid sjoinn med bokina mina godu mer til  yndisauka. Eftir 5 yndislegar minutur i hengiruminu var eg trufladur af starfsmanni hostelsins med spurningunni ¨where are your homeboys ?¨ eg hrokk vid og svaradi pirradur ¨in our room, sleeping !!!¨ tok hun ta a ras i att ad herberginu okkar og eg rauk a eftir oskrandi ¨what are you doing ?¨ hun svaradi ¨i am waking them up, do you thing they sleep naked ?¨  og um leid og hun sleppti ordinu rykkti hun upp hurdinni og vakti vid tad drengina sem ad syndu henni litla athygli en tad var eins og dreagi fyrir solu i huga starfsmannsins tegar ad hun komst ad tvi ad drengirnir sofa ekki naktir. Spurning dagsins---- Vaeri madur ekki rekinn um leid ef ad madur vaeri ad stunda tad i vinnunni ad reyna ad bosta hotelgesti a tippinu ?. En hun baudst samt til ad fara med okkur i gongutur sem ad var bara nokkud skemmtilegt. Um kvoldid forum vid ut ad borda med tveimur donum og einum astrala sem ad bua a hostelinu okkar sidan var tad rekkjan nema ad eg tok mer tima til ad spjalla vid Soru a msn adur en eg lognadist utaf.

    Ta er tad dagurinn i dag hann var nu heldur betur vidburdarikur. Vid voknudum vid tad ad tad var verid ad berja a hurdina okkar (vid erum farnir ad laesa eftir atvikid morguninn adur) og oskrarad ad baturinn vaeri kominn til ad ferja okkur a strondina, vid sprettum upp og gerdum allt sem ad i okkar valdi stod til ad flita okkur en allt kom fyrir ekki tegar ad vid gengum um bord fengum vid illt auga fra hinum 15 fartegunum. Komum vid okkur tvi fyrir aftast i batnum med donunum sem ad vid hofdum bordad med kvoldid adur. Tad var nokkud gott i sjoinn tegar ad vid logdum af stad til tessarar draumastrandar, samt fannst okkur tad stinga i stuf tegar ad ahafnarmedlimir toku til vid tad ad reykja gras eins og teir aettu lifid ad leisa. Nadum vid mjog godum myndum af skipstjoranum ad posa med jounua i kjaftinum. Vid tokum tessu med jafnadargedi og hugsudum med okkur ad kannski vaeri tetta bara hluti af menningunni. Toku teir nu vid ad syngja hastofum og gefa duglega i a batnum svo ad manni var varla farid ad standa a sama og ta gerdist tad bbbbbbbbbbboooooooooobbbbbbbbaaaaaaaaa BOMBA hvellur skok fleygjid goda og tykkan reyk tok ad liggja fra velarruminu. Teir hofdu braett ur velinni og rak okkur nu stjornlaust upp i klettana ! Panic for um hopinn fyrir og ef ad ekki hafdi verid fyrir salusorgarann i traelaskilunni ma Gud vita hvernig hefdi farid. Tessi madur er sannkalladur nutima Tarzan, iklaeddur graenni lendaskilu og svortum bol stakk hann ser til sunds og nadi ad koma taum yfir i naeliggjandi bat sem ad hifdi okkur til sin. Voru fartegarnir nu ferjadir yfir i hinn batinn og tad var ta sem ad mer var ljost ad Tarzan var alsekki i neinum bol, hann var bara svona svakalega lodinn. Tegar ad vid loks nadum landi tok vid 20 minotna gangur ad strondinni. Personulega er mer mjog illa vid strendur og fordast taer eins og heitann eldinn en va tetta var alveg spes. Adra eins strond hef eg aldrei augum litid, sandurinn alveg hvitur og kaldur tvi ad hann endurkastar ollu solarljosinu ( sem ad Torgils fraeddi mig um ad myndi valda ofgatani) engin ord hef eg til ad lisa aferd sandsins sem ad var i tad minnsta serstok. Eftir marga tima i tani og fotbolta fengum vid okkur snaeding a fljotandi veitingastad sem ad var frekar cool upplifun. Vorum sottir a veitingastadinn af batnum sem ad ferjadi okkur til baka. Godur dagur var ad kveldi kominn tegar ad vid loksins komum a hostelid okkar. Nu sit eg a dyrasta netkaffi veraldar (kaffi Paris er taeknilega sed ekki netkaffi) og skrifa tessa faerslu treyttur, tanadur og saell.

Kvedja fra Ihla Gande

 

-Sigthor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha! Þetta er eitt fyndnasta blogg sem ég hef lesið lengi! Mikil lifandi skelfing hefur það verið fyrir ykkur drengina að þurfa að líta augum á svo ófagran kvenmann! Hlýtur að hafa tekið á, vonandi jafnið þið ykkur einhvern tíman á næstunni! Finn til innilegrar samúðar. En vá þessa strönd væri ég alveg til í að þið tækjuð með ykkur heim og sólin væri ekki svo slæm viðbót 

Sara Lillý (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 01:43

2 identicon

Sælir strákar, þetta er alvöru hjá ykkur,alveg gæti ég hugsað mér að vera í ykkar sporum. Sigþór! þú ert mjög góður penni.

Kveðja

Ágústa

Ágústa (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:06

3 identicon

Maður vaeri frekar rekin fyrir ad fara í gongutúr med gestunum, var ekki stúlkan í vinnu eda ?????   hverslags dama var thetta ?  Tarzan alltaf gódur !minnt samt ad hann hefdi alltaf verid vaxadur, en thokkum honum fyrir ad bjarga ykkur gullmolunum okkar    

vaeri nu frábaert ad fá fleiri myndir tho kannski ekkert sérstaklega af Tarsan !

mamma Þorgils (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:42

4 identicon

mútta spyr bara: hvað er eiginlega of-gat-aní? (þ.e öfga tani)

hahaha, ekkert smá mikið að ske hjá ykkur, skemmtileg lýsing..plömmer, fita í netabol og loðinn tarzan. Góð saga. Gangi ykkur vel=)

ólöf (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:54

5 identicon

Haha:D Snilld!

En hey, e-ð skrítinn linkurinn inn á "hina heimsreisufarana"...

Arnar (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:15

6 identicon

Hæ strákar, ótrúlega gaman að lesa um ævintýri ykkar, ég setti inn athugasemd í gær, en sé hana ekki.... kanski að ég hafi ekki lagt rétt saman?? Hvað um það, frábært að fá að fylgjast með ykkur, bíð spennt eftir næstu færslum! Birna mamma

Birna mamma (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:08

7 identicon

Blessaðir drengir.. Djöfull væri ég til í öfgatan og góða drykkju á hvítri strönd. Tala nú ekki um fyllerí í suður ameríku með dana.. Ég skellti mér reyndar til dk yfir síðustu helgi, en þar var nú bara sama rigningin og hérna heima.  En já þið verðið að finna ykkur Sony myndavéla snúru til að sýna heiminum þessa gullmola sem þið rekist á á leið ykkar, s.s plummerinn og stóra manninn í netabolnum.

 En eitt sem ég ætlaði að segja ykkur í dag á msn, en ég þurfti að fara er að afmælið verður þann 30. nóv.. Þið reynið að mæta..

later.. Steinar Atli

Steinar Atli (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 21:15

8 identicon

Sub dreng?

ívar (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband