Komnir í háþróaðari samfélög

Það var nokkuð athugavert að á leiðinni til Bandaríkjanna sat ég (Tómas) hjá skemmtilegum rebba frá Úrugvæ sem á vin sem heitir Reykjavik. Mamman benti víst á einhvern stad a heimskortinu og okkar höfuðborg varð fyrir valinu til skíra drenginn. Eftir það byrjudu hins vegar leiðindi. Á Dallas flugvelli þurftum við, eins og alltaf þegar maður flýgur í gegnum BNA, að tékka okkur út og aftur inn. Á leiðinni út var spurt Sigþór með djúpum Texas hreim; "Do you have any food in your possesion?". Sigþór sagði að hann væri jú með salami samlokuna sem hann keypti í Buenos Aires. Þegar hann ætlaði að taka hana upp segir vörðurinn “DON´T take it out of the bag. Just tell on me what is on the sandwich” og vissi maður ekki hvort hann ætlaði að taka upp byssuna á drenginn. Sigþór sagði auðvitað “öhm, it has salami and cheese”. “OK, walk in this way sir” og benti inn í eitthvað herbergi . Hvað er málið? Er það virkilega ógnun við þjóðaröryggið þegar maður kemur með salami samloku inn í landið? Var ný svört plága í nánd vegna hennar? Sigþór þurfti allavega að henda samlokunni og héldum við áfram upp að hliðinu þar sem við vorum á leiðinni til LA.

IMG_0341[1]
Ekki voru margir við hliðið enda stóð að það var búið að færa þetta flug yfir á annað hlið. Svo var víst ekki raunin því við höfðum misst af fluginu okkar. Toppurinn fyrir okkur, aldrei hélt ég að ég myndi lenda í einhverju svona. Er ekki vanalega kallað upp nafnið manns þegar hliðið er að fara að loka?

LA var mjög skemmtileg og er fyndið að sjá muninn á svoleiðis borg og flestar þær sem við höfðum upplifað í S. Ameríku. Flottir bílar, flott hús og nýjir veitingastaðir og búðir út um allt. Við vorum enn og aftur hjá toppfólki sem ákváðu að við værum þeirra gestir og borguðu allt fyrir okkur (þ.e. mat og miða í Magic Mountain skemmtigarð). Maðurinn var lögfræðingur sem átti skjólstæðinga eins og Disney, Starbucks og Bob Dylan þannig að þau voru alveg ágætlega stæð.

IMG_0358[1]IMG_0362[1]IMG_0363[1]Í LA forum við fyrst að skoða um og hjóla á ströndinni. Daginn eftir forum við í skemmtigarðinn sem var algjör snilld. Fullt af góðum rússíbönum og fyndnu fólki. Eiginlega engar raðir þar að auki (enda þriðjudagur að hausti til). Í fyrsta tækinu sem við fórum í var enginn á staðnum og þegar ég ætlaði upp í trjádrumbinn var mér umsvifalaust sagt að taka eitt skref aftur og “stand behind the yellow line”. Fyndið hvernig þessi þjóð hefur gular línur við öll tækifæri.

Daginn eftir löbbuðum við um Hollywood og m.a. í safn L. Ron Hubbards, frumkvöðul vísindakirkjunnar. Mjög athyglisvert að skoða það. Gaurinn var greinilega mjög gáfaður og þessi kirkja prédikar alveg góðan boðskap. Vandamálið er hvað þetta er mikið peningaplokk og hvað margir í þessari kirkju er klikkaðir. Við löbbuðum svo niður götuna og viljum halda því fram að sáum Victoriu Beckham í hvítum Range Rover en það verður því miður ekki staðfest  Seinna um kvöldið forum við á flottan veitingastað sem Hollywood stjörnur fara gjarnan (enginn þar í þetta skiptið). Við fengum Pinot 2002 kaliforníuvín sem var án efa besta rauðvín sem við höfum smakkað (þó að maður sé tiltölulega nýkominn inn í þetta).

IMG_0354[1]Victoria Beckham eda Crissy Morgan

Leiðinn var síðan haldið til Hong Kong eftir að við fengum að keyra Porche-inn hennar Nancy á verkstæðið. Á ferðaáætlunni stóð hins vegar að við áttum að daginn áður en 2 klukktíma áður en við ætluðum að leggja af stað hringdum við og var okkur látið vita að við áttum að fara daginn eftir eins og stóð í smáaletri á einum miðanum. Fjórtán timar í flugvél var ekki eins hræðilegt og við héldum enda um gæðaflugfélag að ræða (Cathay Pacific). Gott sjónvarpsefni á leiðinni allan tíman og mjög góð þjónusta (geðveik núðlusúpa).

IMG_0379[1] vid allir a the Peakthorgils og tommi a bubba gump raekjustadnum

Hong Kong er mjög snyrtileg, nýtískuleg og flott borg. Ótrulega margar búðir með öllum flottustu tískumerkjunum og samgöngur eru snilld. Dýr borg en margt ódýrt eins og raftæki.  Ég mun án efa flytja hingað einn daginn. Við erum búnir að kíkja í búðir, fara í Peak (svæði upp í einni hæðinni sem gefur got útsýni yfir Hong Kong) og fara á markað. Ekki meira að segja frá í bili en við forum eftir 4 tíma til Tælands til að takast á við næsta ævintýri. Aðeins fjórar vikur í snjóinn á Íslandi, verður skrýtið að fara heim. Oh well.

-       Tómas

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ strákar, mér sýnist þið vera orðnir ansi vel að ykkur um rauðvín eftir flakkið um heiminn, það verður sjokk að koma í verðlagið á Íslandi! Gaman að lesa bloggið, gangi ykkur vel í Tailandi! Birna Tomma mamma.

Birna mamma (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:51

2 identicon

Sælir strákar

Mikið var gaman að lesa bloggið ykkar, þið eruð eins og prinsar, verður ekki allt grátt þegar þið komið heim.

Kær kveðja

Ágústa mamma

Ágústa (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:07

3 identicon

frábært hvað það er gaman hjá ykkur, ég ætla pottþétt að fara í svona ferð við tækifæri. Það fer að styttast í að þið komið heim í kuldann og sameinist okkur hinum með hálsbólgu og kvef. Gaman að sjá myndir

ólöf (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:16

4 identicon

Til Sigþórs: Hæhæ, takk f. sms-ið. Æi ég kemst ekki í dag, held ég, á skype/msn  Er að vinna núna svo fer ég heim stutt svo fer ég e-h að stússast með mömmu. Fer svo á tónleika klukkan 18 með Kristínu og afmælið hennar Stefaníu byrjar 19. Ég verð s.s. heima á milli 13.15-14.30 og kannski svona 17.00-18.00. Skal samt reyna að vera í tölvunni þá. Annars myndi morgundagurinn henta betur, þ.e.a.s ef það hentar þér. Gott að heyra að allt sé í góðu standi þarna í Kambódíu. Word of advice: Ekki vingast við neina rauða khmera!  (ps. ef þú mátt vera að þá væri ég alveg til í að þú myndir geyma handa mér kambódíska mynt, það væri gaman að eiga þannig)

Sara Lillý (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:09

5 identicon

hae strakar - get nu ekki sagt ad eg se buin ad lesa oll bloggin ykkar (netid ekki alltaf uppa sitt besta her i 3ja heiminum) en eg er buin ad skoda nokkrar myndir og thaer eru geggjadar!

ofunda ykkur mikid af thessu og vona ad thid seud ad skemmta ykkur i botn! ;)

hlakka til ad sja ykkur og skiptast a ferdasogum!

una 

una (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 20:17

6 identicon

jaeja, thetta lídur hratt svartamyrkur hér og mikil rigning   Enn bída laegdirnar vid landid svo áfram rignir hann! Thad hefur meira og minna rignt sídan thid yfirgáfud okkur og vona ég innilega ad sólin fylgi ykkur hingad heim thegar tid komid, sigldir og saelir.  Vaeri nú gaman ad sjá fleiri myndir, eru thid ekki ad taka einhverjar myndir sem thola dagsbirtu ? En áfram góda skemmtum :)

mamma Þorgils (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband